fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025

Spiluðu póker með líkið af besta vininum við borðið

Heiðruðu látinn félaga sinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Rosario Martinez, 31 árs karlmaður frá Puerto Rico, lést þann 19. janúar síðastliðinn. Henry þótti fátt skemmtilegra en að spila póker og ákváðu vinir hans að heiðra látinn félaga með því að spila póker með honum í síðasta skiptið.

Vel varðveittu líkinu var komið fyrir við pókerborðið og fékk Henry spil í hönd. Tilfinningaþrungið myndband var svo birt á samfélagsmiðlum sem má sjá í fréttinni hér að neðan. Ekki liggur fyrir hver dánarorsökin var, en fjölmiðlar í Puerto Rico hafa látið að því liggja að Henry hafi svipt sig lífi.

Það var faðir Henry sem tók þá ákvörðun að reyna að varðveita líkið svo hægt væri að koma því fyrir – í sitjandi stöðu – við pókerborðið. Hafði hann samband við forsvarsmann útfararstofu á Puerto Rico, Jose Mendelez, sem viðurkennir að beiðnin hafi verið nokkuð óvenjuleg.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað þessu líkt. En þetta hefur áður verið gert á öðrum útfararstofum,“ segir Jose, en Henry var klæddur í föt og bar sólgleraugu. Vinirnir settust svo við borðið og spiluðu póker, látnum félaga til heiðurs.

http://player.ooyala.com/iframe.js#pbid=NDcyOWI0M2YyMDdkN2YwODU5Mzc5MDUz&ec=Y1NDdnMDE6ZX3HREOCKgSSfzxhikh6yg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Æðsti maður í búri hjá Arsenal lofar því að taka veskið upp í sumar

Æðsti maður í búri hjá Arsenal lofar því að taka veskið upp í sumar