fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ekki lengur með lengsta nafn á Alþingi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 19. október 2021 22:30

Mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ekki lengur nafnlengsti þingmaður Íslands, en titlinum stal Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, sem kom fersk inn fyrir Pírata eftir síðustu kosningar.

Ítarlega samantekt á nafnlengd þingmanna er að finna í hópnum en meðlimir hópsins hafa það að áhugamáli, að finna óáhugaverðar staðreyndir úr heimi stjórnmála og deila með öðrum meðlimum hópsins.

Um 1.800 manns tilheyra hópnum.

Samkvæmt þessari sömu samantekt bera Píratar og Viðreisnarmenn lengstu nöfnin að meðaltali, eða 25 stafi. Þá kemur Framsókn næst með 24.

Næstu sæti eru sem hér segir, og er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir: 41
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir: 36
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: 33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir: 31
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: 30
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 29
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir: 28
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: 28

Athygli er þó vakin, í umræður undir færslunni, að Arndís kennir sig við báða foreldra. Færi Þórdís Kolbrún þá leið er engin vafi á því að hún myndi sópa verðlaunasætinu aftur til sín.

Þá má jafnframt nefna að fáir ættu roð í Þórdísi í keppni um lengst nafn og titil, en Þórdís Kolbrún heitir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og er Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Samtals eru það 79 stafir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“