fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Óli opnar sig upp á gátt – „Ég var farinn að öskra á lækna til þess að fá þessi verkjalyf, 11 ára gamall“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 19. október 2021 20:00

Mynd/Það er Von

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Sigurðsson, eða Óli eins og hann er kallaður, er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Ólafur hefur oft verið kallaður „gamla sálin“ en hann ólst upp í sveit. Í þættinum segir hann frá baráttu sinni við fíknina en Óli byrjaði að drekka áfengi þegar hann var ungur á sveitaböllum.

Eftir að hafa drukkið í nokkur skipti þurfti hann að stoppa vegna áhrifa af litningagalla sem hann er með. „Eins og ég útskýri þetta fyrir litlu frændsystkinum mínum er þetta eins og þú farir með ruslið í ruslið inni í eldhúsi en farir aldrei með það út í tunnu. Þá safnast það saman inni í húsinu þar til það skemmist,“ segir Óli þegar þáttastjórnendur hlaðvarpsins spyrja nánar út í litningagallann.

Öskraði á lækna til að fá verkjalyf

Óli drakk illa frá fyrsta skipti en þegar hann reykti gras í fyrsta skipti, þegar hann var 18 ára gamall, segir hann að himnarnir hafi opnast. „Ég upplifði sömu tilfinningu og ég hafði fundið þegar ég lá á spítala sem krakki með morfín í æð,“ segir Óli og bætir við að móðir hans hafi talað um að þegar hann var barn vildi hann fara á spítala um leið og hann fann að verkjakast nálgaðist.

„Ég var farinn að öskra á lækna til þess að fá þessi verkjalyf, 11 ára gamall, en lyfin virkuðu ekki á verkina. Þetta hafði klárlega áhrif á þróun fíknisjúkdómsins þegar maður horfir til baka.“

Eftir að Óli reykti gras í fyrsta skipti fiktaði hann við efnið með vinum sínum í tvær vikur. Eftir það var hann heltekinn af því og huglæga þráhyggjan tók öll völd, hann var kominn í dagneyslu á augabragði.

Talar um hlutina beint frá hjartanu

Í þættinum segir Óli frá sinni sögu, áföllum sínum og sigrum. Hann talar til að mynda um það sem hann gerði í neyslu, hann segir hvernig hann sveik fólkið sitt og hvernig hann tókst á við það.

„Við ræddum um skaðsemi kannabis og misskilning sem oft ríkir meðal fólks en hér höfum við ungan mann sem talar um hlutina eins og þeir eru, beint frá hjartanu,“ segir þáttastjórnandi hlaðvarpsins um þáttinn.

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Óla:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda