fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Neytendastofa sektar íranska teppasalann um 3 milljónir króna – Alvarlegt brot á lögum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 18. október 2021 17:56

Cromwell Rugs hefur meðal annars auglýst í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um 3 milljónir króna fyrir alvarlegt brot á ákvæðum laga um eftirlit og markaðsetningu.

Cromwell Rugs ehf. hefur staðið fyrir lagersölu með handofin persnesk teppi og vakti það verulega athygli í byrjun mánaðarins þegar fyrirtækið auglýsti teppin í Morgunblaðinu á dögunum. Þar var boðið uppá allt að 360 þúsund króna afslátt á sumum teppunum.

Í kjölfarið, þann 2. október, steig Egill Fannar Reynisson, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, Betra Baks og Dorma, fram í viðtali við DV og gerði alvarlegar athugasemdir við að nýstofnað fyrirtæki væri að auglýsa afslátt af upphaflegu verði.

„Þú getur ekki boðið afslátt af upphaflegu verði ef varan hefur ekki verið í sölu. Um þetta gilda lög sem þarf að fara eftir. Hér er auglýstur risaafsláttur af einhverju bullverði. Auðvitað lætur fólk glepjast af svona risagylliboðum. Það er ekki búið að festa þetta verð í okkar regluverki þannig að þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið,“ sagði Egill í samtali við DV.

Neytendastofa greip strax inn í málið og í sektarúrskurðinum sem birtist í dag kemur fram að þann 4. október hafi Neytendastofa sent forsvarsmönnum teppalagersins bréf þar sem óskað var eftir skýringum fyrirtækisins á eftirfarandi fullyrðingum. „COVID-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi.“ og hins vegar „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Þá óskaði Neytendastofa eftir sönnunum á fyrra verði á vörum fyrirtækisins.

Í sektarúrskurðinum á heimasíðu Neytendastofu kemur fram að forsvarsmenn Cromwell hafi ekki með nokkru móti komið til móts við kröfur Neytendastofu né virt kröfur stofnunarinnar um að láta af hinni meintu villandi markaðssetningu á meðan málið væri í skoðun. Svörum hafi verið lofað í tölvupósti og að látið yrði af markaðssetningunni á meðan málið væri í gangi en ekki var orðið við því.

Neytendastofa sektaði því Cromwell Rugs ehf. um 3 milljónir eins og áður segir auk þess sem fyrirtækinu er bannað að viðhafa sömu viðskiptahætti áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“