fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

Er Y-litningurinn að hverfa? Sumir vísindamenn telja karla vera í útrýmingarhættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. október 2021 18:30

Karlmenn verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað að karllitningurinn, Y-litningurinn, sem ákvarðar hvort barn verður karlkyns eða kvenkyns á undir högg að sækja og er að hverfa. Á síðustu milljónum ára hefur litningurinn eytt sjálfum sér með hverri stökkbreytingunni á fætur annarri.

Þetta kemur fram í umfjöllun Illustrert Vitenskap sem segir að margir vísindamenn túlki þetta sem svo að karlar séu í útrýmingarhættu.

Það var ákveðinn genagalli hjá fyrstu spendýrunum sem bjó til það kerfi, sem við þekkjum í dag, þar sem Y-litingurinn, sem inniheldur SRY-genið sem veldur því að eistu myndast, sem ákvarðar hvort fóstur þróar með sér eistu og verður þar með karlkyns.

Y-litningurinn er sérstaklega viðkvæmur því það er bara einn svoleiðis ásamt X-litningi hjá körlum en hjá konum er tveir X-litningar.

Þegar frumur skipta sér og mynda kynfrumur lenda litningar saman í pörum. Þeir skiptast þá á genum og losa sig við stökkbreytingar, sem eru óviðeigandi, þannig að það eru bara sterkustu samsetningarnar sem lifa. En Y-litningurinn á sér enga félaga andstætt hinum.

„Aðrir litningar geta miklu auðveldar leiðrétt gölluð gen með því að skiptast á upplýsingum við aðra. Það geta Y-litningar ekki. Þeir eru aleinir og miklu viðkvæmari fyrir ýmsum göllum,“ hefur Dagbladet eftir Gunnari D. Houge, prófessor við háskólann í Bergen.

Jenny Graves, prófessor í erfðafræði, skrifaði grein sem var birt 2014 þar sem fram kemur að á síðustu 166 milljónum ára hafi Y-litningurinn tapað flestum af þeim 1.600 genum sem hann bjó yfir í upphafi. Segir Graves að Y-litningurinn muni hverfa af sjónarsviðinu á næstu 4,5 milljónum ára. aðrir vísindamenn telja þó að hann muni komast í jafnvægi á endanum og lifa áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Í gær

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga
Pressan
Í gær

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál