fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Drottningin sögð pirruð á fólki sem „talar en gerir ekkert“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 08:00

Elísabet II er sögð þreytt á fólki sem talar bara en gerir ekkert. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, Bretadrottning, var í gær í Cardiff í Wales en þar var hún viðstödd setningu þings landsins. Samtal hennar við tengdadóttur hennar, Camillu hertogaynju af Cornwall, og Elin Jones, þingforseta, heyrðist í beinni útsendingu frá þingsetningunni. Heyrðist drottningin segja að hún væri „pirruð“ á fólki sem „talar en gerir ekkert“.

Drottningin var þarna að vísa til Cop26 loftslagsráðstefnunnar sem hefst í Glasgow í Skotlandi þann 31. október. Drottningin mun sækja hana ásamt fleiri meðlimum konungsfjölskyldunnar.

„Þetta er stórfurðulegt, er það ekki? Ég hef heyrt svo mikið um Cop . . . veit ekki enn hverjir koma. Ekki hugmynd. Við vitum bara um fólkið sem kemur ekki . . . Það er svo pirrandi þegar þeir tala en gera ekkert,“ sagði drottningin í samtalinu sem átt ekki að fara víðar.

Jones svaraði henni og sagði: „Einmitt. Það er kominn tími til að gera eitthvað . . . og ég horfði á sonarson þinn (Vilhjálm prins, innsk. blaðamanns) í sjónvarpinu í morgun þar sem hann sagði að það væri tilgangslaust að fara út í geim, að við verðum að bjarga jörðinni.“

Drottningin brosti og sagði: „Já, ég las um þetta.“

Vilhjálmur hefur fordæmt milljarðamæringa á borð við Elon Musk og Jeff Bezos fyrir að leggja áherslu á ferðir með ferðamenn út í geiminn og segir að þeir eigi frekar að beina sjónum sínum að umhverfisvandanum hér á jörðinni. „Við þurfum á gáfaðasta fólki heims að halda og einblína á hvernig við getum lagfært jörðina en ekki til að reyna að finna næstu plánetu til að búa á,“ sagði prinsinn.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar að sækja Cop26 en enn hafa engin svör borist frá Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, Xi Jinping, forseta Kína, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, né Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið