fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Ný tilfelli af Havanaheilkenninu í Kólumbíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 19:00

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Bogota í Kólumbíu glíma nú við ógleði, höfuðverk, svima og fleiri einkenni sem hafa verið kölluð Havanaheilkennið. Sumir sjúklinganna hafa lýst þessu sem svo að það sé eins og eitthvað þrýsti á höfuðkúpu þeirra.

Nafnið Havanaheilkennið er tilkomið vegna þess að einkenni af þessu tagi gerðu fyrst vart við sig meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafa margir sendiráðsstarfsmenn og leyniþjónustumenn orðið fyrir þessum heilkennum.

Wall Street Journal segir að nú séu það starfsmenn sendiráðsins í Bogota í Kólumbíu sem glíma við þetta. Að minnsta kosti fimm starfsmenn sendiráðsins hafa fengið einkenni sem líkjast hinu óútskýrða Havanaheilkenni. Eitt barn er meðal þeirra sem glíma við þetta í Kólumbíu.

BBC segir að það sé í algjörum forgangi hjá bandarískum yfirvöldum að upplýsa þessi mál og komast að því hvað veldur þessum veikindum. Því hefur verið varpað fram að óvinveitt erlent ríki beri hugsanlega ábyrgð á þessu. Að notast sé við örbylgjur sem eru sendar í átt að fólkinu sem veikist síðan í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni