fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Braut gegn nálgunarbanni úr sameiginlegum síma á Litla Hrauni – Brotaþoli fær ekki réttargæslumann

Heimir Hannesson
Laugardaginn 16. október 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að brotaþoli í broti fanga á Litla Hrauni gegn nálgunarbanni fái ekki notið aðstoðar skipaðs réttargæslumanns í málinu.

Maðurinn er grunaður um brot gegn nálgunarbanni með því að hafa á tímabilinu 25. janúar þessa árs til 4. febrúar hringt samtals tólf sinnum úr síma á sameiginlegum gangi á Litla Hrauni í farsímanúmer konunnar, þrátt fyrir að hafa þá sætt nálgunarbanni gagnvart konunni. Felur nálgunarbann það meðal annars í sér að sá sem því sætir má ekki setja sig í samband við einstaklinginn sem um ræðir með nokkru móti.

Segir í úrskurðinum að lögmaðurinn Leifur Runólfsson hafi mætt við þingfestingu málsins og þar haft uppi þá kröfu af hálfu brotaþola að hann yrði skipaðir réttargæslumaður hennar. Dómari féllst ekki á þau rök hans og vísaði til skilyrða í lögum um skipan réttargæslumanna. Þar kemur fram að slíkir skuli skipaðir þegar brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði af völdum brotsins eða að brotið hafi verið gegn honum af einhverjum sem er honum nákominn.

Þrátt fyrir að gerandi í málinu og brotaþoli teljist nákomin taldi dómari ekkert liggja frammi í málinu sem gat bent til þess að brotaþoli hafi sérstaka þörf fyrir réttargæslumann í málinu.

Sem fyrr sagði, staðfesti Landsréttur úrskurðinn í gær. Konan krefst 700 þúsund króna í miskabætur vegna brota mannsins gegn nálgunarbanninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“