fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Handalögmál og hefðbundin læti – Það varð allt vitlaust á Wembley í gær

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr í gærkvöldi er England og Ungverjaland mættust í undankeppni HM í Katar 2022. Í upphafi leiks brutust út óeirðir, lögreglan þurfti að skerast í leikinn og reyna róa æsta stuðningsmenn Ungverjalands.

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur sent frá sér tilkynningu um atburðarrásina í gærkvöldi og sambandið fordæmir harðlega það sem átti sér stað á Wembley.

GettyImages

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt leiðindamál kemur upp í leik Englands og Ungverjalands en í fyrri leik liðanna sem fram fór í Ungverjalandi. Rasísk skilaboð voru þá hrópuð, ætluð leikmönnum enska landsliðsins, blysum og öðrum hlutum var einnig kastað inn á völlinn.

Hegðun stuðningsmanna Ungverjalands í þeim leik varð til þess að Ungverjaland þarf að spila næstu þrjá heimaleiki sína fyrir luktum dyrum. Forvitnilegt verður að sjá hvaða ákvörðun FIFA tekur varðandi leik gærkvöldsins.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Roland Sallai kom Ungverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu en varnarmaðurinn John Stones tryggði Englendingum eitt stig með marki á 37. mínútu.

GettyImages
GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“