fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

„Ég held að það sé líf þarna úti“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. október 2021 18:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný tækni sem gerir okkur kleift að finna plánetur sem hafa ekki fundist fram að þessu gæti komið að gagni við að skera úr um hvort líf sé að finna utan jarðarinnar.

Alþjóðlegur hópur vísindamanna notar Low Frequency Array loftnetskerfið, sem er í Hollandi, til að hlusta eftir útvarpsbylgjum frá 19 fjarlægum rauðum dvergstjörnum. Þetta er öflugasta loftnetskerfið á jörðinni.

The Guardian segir að frá fjórum af þessum rauðu dvergstjörnum berist merki sem benda til að plánetur séu á braut um þær. Benjamin Pope, stjarneðlisfræðingur við University of Queensland í Ástralíu, segir að þessi uppgötvun opni „gjörsamlega ný tækifæri“ til að rannsaka fjarplánetur þar sem líf getur hugsanlega þrifist.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature Astronmy.

Joseph Callingham, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að teymið telji öruggt að merkin komi frá rafsegultengingu á milli stjarnanna og áður óséðra pláneta sem séu á braut um þær.

Þegar Pope var spurður hvort hann telji að líf sé aðeins að finna hér á jörðinni sagði hann: „Ég held að það sé líf þarna úti. Ég væri ekki í þessari vinnu ef ég héldi ekki að það séu raunhæfir möguleikar á því,“ sagði hann og bætti við að hann telji að við fáum svar við þessu innan ekki svo langs tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina