fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 08:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afganar fá 78% af raforku sinni frá nágrannaríkjunum. Nú hóta þau ríki að loka fyrir raforkuna til landsins því Talibanar hafa ekki greitt rafmagnsreikningana síðan þeir tóku völd í landinu. Þeir hafa beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að greiða reikningana sem eru upp á sem svarar til um 8 milljarða íslenskra króna.

Talibanar hafa ekki greitt fyrir raforkuna síðan um miðjan ágúst þegar þeir tóku völdin. Afganar fá rafmagn frá nágrannaríkjum sínum, þar á meðal Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsíkistan. Ríkin hóta nú að loka fyrir rafmagnið ef reikningarnir verða ekki greiddir.

Gjaldfallnir reikningar eru nú upp á sem svarar til um 8 milljarða íslenskra króna en hækka í sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna ef þeir verða ekki greiddir innan nokkurra daga.

Þegar Talibanar tóku völdin í landinu hættu greiðslur að berast fyrir rafmagnið. Safiullah Ahmadzai, einn af herforingjum Talibana, hefur tekið við stjórn ríkisorkufyrirtækisins DABS en talið er að það eigi sem svarar til um 5 milljarða íslenskra króna í eigin fé. Fyrrum forstjóri þess segir að Talibanar hafa neitað að nota peningana til að greiða fyrir gjaldfallna rafmagnsreikninga.

Aðeins 38% Afgana hafa aðgang að rafmagni á heimilum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 1 viku

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva