fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Festust á Mælifellssandi með lélegt símsamband – Fundust heil á húfi í bílnum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 21:35

Mynd: Björgunarsveitin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 19:21 í kvöld voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út. Ástæða útkallsins var sú að neyðarlínu barst tilkynning um bíl sem var fastur á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Frá þessu segir í fréttabréfi frá björgunarsveitinni.

Þrír voru í bílnum og voru á vesturleið um hálendið þegar bíllinn festist í snjó. Lélegt símasamband var á svæðinu og þurfti fólkið því að ganga nokkurn spöl til að komast í símasamband svo hægt væri að kalla eftir hjálp.

Þegar komið var samband var það þó slitrótt. Það var því ekki vitað hvort áætlaða staðsetningin sem gefin var upp hafi átt við staðsetningu fólksins eða bílsins. „Þess vegna voru kallaðar út nokkrar björgunarsveitir og þær sendar á Mælifellssand úr tveimur áttum, þar sem talin var möguleiki á því að fólkið væri ekki við bílinn og að leita þyrfti að því,“ segir björgunarsveitin um málið.

„Núna rétt upp úr níu kom björgunarsveitarfólk að bílnum og fann alla þrjá um borð í bílnum, verið er að draga bílinn úr snjónum og mun björgunarsveitarfólk fylgja hópnum til byggða í austurátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Í gær

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð