fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór kom landsliðsmönnum til varnar eftir að hraunað var yfir þá – ,,Það er mjög sérstakt að fólk utan hóps tali um það sem er að gerast innan hóps“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 10. október 2021 13:20

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, og Birkir Bjarnason, landsliðsmaður, segja andleysi alls ekki ríkja innan liðsins. Þeir voru spurðir út í þetta á blaðamannafundi í kjölfar þess að liðið var gagnrýnt fyrir að syngja ekki með í þjóðsöngnum.

,,Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn,“ skrifaði Viðar Halldórsson, háskólaprófessor á Twitter.

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, tók þá til máls á Facebook.

,,Kann engin helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan. Fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!“

,,Mér finnst svolítið sérstakt að hann komi með þetta núna. Ég hef verið í landsliðinu í 11-12 ár. Sumir syngja og aðrir ekki,“ sagði Birkir um umræðuna.

,,Mér fannst hann fara yfir strikið hvernig hann orðaði þetta en allir mega hafa sína skoðun.“

Arnar Þór Viðarsson ræddi þetta einnig á blaðamannafundinum.

,,Ef það er verið að tala um andleysi þá er ég alls ekki sammála því. Ég held að liðsandinn sé mjög góður í hópnum.“

,,Það er mjög sérstakt að fólk utan hóps tali um það sem er að gerast innan hóps.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Í gær

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“