fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Siggi hakkari kominn í síbrotagæslu á Litla Hrauni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. október 2021 15:22

Sigurður Þórðarson er fluttur til Danmerkur og þar vill hann dvelja áfram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, sem er betur þekktur undir viðurnefinu Siggi hakkari, var dæmdur í síbrotagæslu í þarsíðustu viku. Sigurður situr nú á Litla hrauni. Stundin greinir frá en lögmaður Sigurðar, Húnbogi J. Andersen, staðfestir þetta í frétt miðilsins.

Í umfjölluninni kemur fram að Sigurður hafði verið handtekinn þann 23. september síðastliðinn. Hann hafi í kjölfarið verið dæmdur í  síbrotagæslu af Héraðsdómi Reykjavíkur, að ósk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,  og sendur strax daginn eftir á Litla Hraun.

Ekki er algengt að síbrotagæslu sé beitt en samkvæmt lögum er heimilt að úrskurða sakborning sem er til rannsóknar í slíka gæslu ef ætla má að hann muni halda áfram að fremja lögbrot á meðan rannsókn stendur.

Heimildir Stundarinnar herma að ástæðan fyrir því að Sigurður var dæmdur í síbrotagæslu sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. DV fjallaði um slóð slíka tilrauna fyrr í sumar. 

Sigurður hefur notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Þá hefur hann áður verið dæmdur fyrir fjársvik fyrir tugi milljóna.

Nánar er fjallað um málið á vef Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“