fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Rósinkrans fannst látinn í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. október 2021 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósinkrans Már Konráðsson, sem leitað hefur verið að undanfarna tíu daga, fannst látinn í sjónum í Köpingsvik, í Kalmarsundi, rétt fyrir hádegi í dag.  Sænski fréttamiðilinn Ölandsbladet greinir frá.

Rósinkrans féll af sæþotu í Kalmarssundi, undan strönd Borgholm í Öland í Svíþjóð þann 25. september síðastliðinn. Lík hans fannst loks skammt frá þeim stað þar sem slysið átti sér stað. Það voru kafarar, sem voru við æfingar á svæðinu, sem að fundu Íslendinginn fyrir tilviljun. Hann lætur eftir sig unnustu og þrjá syni.

Sjónarvottur tilkynnti um að hafa séð mann falla af sæþotunni, rúma tvö hundruð metra frá landi.

Eins og DV hefur fjallað um héldu vinir Rósinkrans utan til að leita að honum. Um tíma voru 15 manns við leitina, aðallega ættingjar og vinir, en sænsk yfirvöld sýndu leitinni lítinn áhuga.

Víðir Víðisson, frændi Rósinkrans, sem tók þátt í umfangsmikilli leit að frænda sínum, kvaddi hann með þessum orðum fyrr í dag:
„Elsku Rósinkrans, ég veit að þú munt halda áfram að vernda mig og vera í hjartanu mínu og ég óska þess svo innilega að þú finnist því ég vil ekki skilja þig eftir úti á sjó!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“