fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433

Alexander Már Þorláksson framlengir við Fram

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. október 2021 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Alexander Már Þorláksson hefur framlengt samning sinn við Fram og gildir nýr samningur út keppnistímabilið 2023.

Hinn 26 ára gamli Alexander Már gekk til liðs við Fram á nýjan leik haustið 2019 og hefur síðan þá leikið 46 leiki fyrir félagið og skorað 18 mörk. Hann lék stórt hlutverk í hinu frábæra Framliði sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina í sumar og náði hann meðal annars því ótrúlega afreki að skora fjögur mörk í einum og saman leiknum.

Alexander lék áður með Fram leiktíðina 2014 og hluta leiktíðarinnar 2015. Í heildina hefur þessi öflugi leikmaður leikið 82 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 27 mörk.

„Knattspyrnudeild Fram væntir mikils af Alexander Má á komandi árum og það verður spennandi að fylgjast með honum hrella varnir og markverði andstæðinganna í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð,“ segir á vef félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi