fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Facebook gerði hann moldríkan: Nú hvetur hann fólk til að loka reikningnum sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brian Acton, meðstofnandi WhatsApp, græddi milljarða á milljarða ofan þegar Facebook keypti hugarsmíð hans árið 2014. Kaupverðið var 19 milljarðar Bandaríkjadala, tæpir tvö þúsund milljarðar á núverandi gengi.

En nú hefur Acton snúist gegn Facebook og hvetur hann fólk til að loka reikningi sínum á þessum stærsta og vinsælasta samfélagsmiðli heims.

Acton var stuttorður á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þegar hann sagði: „It is time. #deletefacebook.“

Eftir kaup Facebook á WhatsApp hélt Acton störfum sínum fyrir fyrirtækið áfram, en nokkrir mánuðir eru síðan hann lét af öllum störfum. Meðstofnandi hans, Jan Kum, er enn hjá Facebook og á sæti í stjórn fyrirtækisins.

Acton hefur lengi verið ötull talsmaður persónuverndar og netöryggis og hefur hann nú stofnað sjóð sem hefur það að markmiði að tyrgja betur öryggi notenda smáforrita.

Acton sagði ekki hvers vegna hann hvatti fólk til að loka Facebook-reikningi sínum, en leiða má líkur að því að það tengist Cambridge Analytica-skandalnum vestan hafs. Cambridge Analytica er breskt ráðgjafafyrirtæki sem talið er hafa misnotað gögn milljóna notenda Facebook í þágu forsetaframboðs Donalds Trumps. Hefur hlutabréfaverð í Facebook lækkað verulega undanfarna daga vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum