fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Heimilisofbeldi og barnaverndarbrot á Austurlandi – Dóttirin lamin fyrir fúkyrði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. september 2021 17:47

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. september var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Austurlands yfir manni sem gefin var að sök líkamsárás á 14 ára gamla dóttur sína. Árásinni er lýst svo í ákæru:

„fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum í […], með því að hafa um kvöldmatarleytið miðvikudaginn 20. október 2020, að […], […], reiðst dóttur sinni B, sem þá var 14 ára gömul og tekið í axlir hennar og ýtt henni inn í svefnherbergi hennar og þar rifið í hana og ýtt henni svo hún féll í gólfið og haldið henni þar niðri og sparkað a.m.k. einu sinni í fætur hennar eða læri, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd og fór að hágráta, en allt
framangreint var ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni.

Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. breytingarlög.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Aðdragandinn að árásinni var sá að stúlkan lét fúkyrði falla við matarborðið. Auk feðginanna var sambýliskona mannsins á heimilinu. Dóttirin bjó hjá þeim vegna erfiðra aðstæðna hjá móður hennar. Öllum þremur, hinum ákærða, dóttur hans og sambýliskonunni ber nokkuð saman um atvik. Maðurinn neitaði því þó fyrir dómi að hann hefði gerst sekur um neitt refsivert.

Stúlkan hafði í langan tíma glímt við andlega erfiðleika og fór faðir hennar með hana til sálfræðings haustið 2019. Hann segir hana hafa mætt illa í skóla og sýnt ofbeldi gagnvart vinkonu sinni. „Ákærði greindi jafnframt frá því að rétt áður en atvik þessa máls gerðist hefði brotaþoli hafið sérhæfða meðferð, svonefnda MST-meðferð, sem hafi verið ætluð ungmennum sem glíma við mikinn hegðunarvanda. Sagði ákærði að síðastgreinda úrræðið hefði verið á vegum Barnaverndarstofu,“ segir ennfremur í texta dómsins.

Kallaði föður sinn ógeð og fitubollu

Samkvæmt framburði föðurins reiddist stúlkan því að henni hefði ekki verið sagt frá því að kvöldmaturinn væri tilbúinn. Fúkyrði hennar urðu hins vegar til þess að hann reiddist svo að hann lagði hendur á barnið. Um þetta segir í texta dómsins:

Um nánari atvik máls síðdegis þann 20. október 2020 sagði ákærði að aðstæður hefðu verið með þeim hætti, að hann hafi nýlega verið vaknaður, enda hefði hann verið að fara til vinnu sinnar. Á þeirri stundu hefði sambýliskona hans verið búin að útbúa kvöldmatinn, og því hefðu þau setið saman í eldhúsinu. Við þessar aðstæður hefði brotaþoli komið að, en verið í mjög vondu skapi og þá sökum þess að þau hefðu ekki látið hana vita að maturinn væri tilbúinn. Ákærði sagði að brotaþoli hefði hreytt í þau fúkyrðum, þ. á m. hefði hún kallað hann „ógeð og fitubollu.“  Ákærði áréttaði að þetta hefði í raun ekki verið eina tilvikið sem brotaþoli hefði verið með slík orð á vörum, en bar að á þessu augnabliki hefði brotist út hjá honum uppsöfnuð reiði. Framhaldinu lýsti hann þannig: „Og þá snöggreiddist ég og ýtti henni inn í herbergi, og hún hérna, fellur í rúmið, og ég hérna læta hana þannig séð heyra það fyrir hegðun hennar … ýti henni ofan í rúmið og svo fellur hún í gólfið og þá fer hún að sparka frá sér og ég set löppina fyrir mig, á móti, og við það fer ég út úr herberginu.“ Ákærði sagði að hin síðastgreindu viðbrögð hans hefðu eiginlega verið í sjálfsvörn, þ.e. „löpp á móti löpp.“

Dóttir mannsins skýrði frá því að vikurnar fyrir átökin hefði hún og faðir hennar átt í miklum deilum en þegar atvikið varð hafi faðir hennar verið óvenjulega reiður. Samskiptin hefðu verið mjög stirð en í umræddu atviki sauð endanlega upp úr og stúlkan varð mjög hrædd:

„… ég var eitthvað pirruð, …ógeðslega pirruð … af því að þau kölluð mig ekki fram … og ég kallaði hann ljót orð, ég kallaði hann ógeð.“ Í framhaldi af þessum orðum sínum kvaðst brotaþoli hafa tekið sér mat á disk, en síðan lagt leið sína eftir ganginum og þannig farið áleiðis aftur að eigin herbergi, og sagði: „Og síðan heyri ég í honum (ákærða) labbandi á eftir mér, og ég alveg fríka út og legg niður diskinn á rúmið. … Og ég veit alveg hvernig hann labbar þegar hann er reiður … hann labbar svona harkalega. … Og ég sný mér svona rétt svo við, en þá tekur hann svona í mig, í öxlina og kippir einhvern vegin í hárið á mér … svona aftan á hnakkanum … hann kippti í mig … dregur mig niður á gólfið.“

Stúlkan sagðist eiga erfitt með að lýsa atvikinu því það væri eins og heili hennar hefði lokað á þessa reynslu.

Sambýliskona mannsins sagði að fyrsta árið eftir að stúlkan kom á heimilið hefði allt gengið vel en síðan hefði framkoma stúlkunnar farið versnandi og hún sýnt algjört tillitsleysi og virðingarleysi í hegðun. Konan segir að maðurinn hennar hefði reiðst dóttur sinni er hún lét fúkyrðin falla í eldhúsinu og hann hafi elt hana fram en hún hafi ekki orðið vitni að átökunum, bara heyrt lætin.

Eftir árásina hringdi stúlkan í lögreglu og komu lögreglumenn á vettvang ásamt barnaverndarstarfsfólki. Einn lögreglumannanna bar fyrir dómi að faðirinn hefði kallað það tiltæki dótturinnar að hringja á lögreglu „frekjulæti“.

Það var niðurstaða dómsins að maðurinn hefði gerst sekur um ofbeldisbrot og barnaverndarbrot. Var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 350 þúsund krónur í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða tvo þriðju sakarkostnaðar, tæplega 1,3 milljónir króna.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“