fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnmálaflokkarnir hafa fengið rúmlega sjö milljarða úr ríkissjóði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að lögum um fjármögnun stjórnmálaflokkanna var breytt 2006 hafa þeir fengið tæplega sjö og hálfan milljarð úr ríkissjóði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið mest eða tæplega tvo milljarða króna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að framlögin hafi farið hækkandi á yfirstandandi kjörtímabili þar til heimsfaraldurinn skall á en eftir það hafi þau lækkað aðeins.

Hver sá flokkur sem fær 2,5% fylgi á landsvísu í kosningum getur fengið styrk úr ríkissjóði og er upphæðin reiknuð út frá kjörfylgi.

Hver þingflokkur fær 12 milljónir í grunnframlag og flokkarnir geta fengið kjördæmastyrk vegna kosningabaráttu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið mest allra flokka frá upphafi eða tæplega tvo milljarða. Hann fékk mest árið 2019 eða tæplega 200 milljónir en fær 186 milljónir á þessu ári. Samfylkingin hefur fengið næst mest eða 1.350 milljónir. 2010 til 2013 fékk hann mest allra flokka en 2017 var flokkurinn kominn niður í sjötta sætið í kjölfar mikils kosningaósigurs árið áður.

Vinstri græn hafa fengið 1,2 milljarða og Framsóknarflokkurinn tæplega 1,1.

Nánar er hægt að lesa um skiptingu upphæðanna í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást