fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Hvar er Katrín hertogaynja? Hefur ekki sést í 59 daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 06:05

Katrín hertogaynja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekkert sést opinberlega til Katrínar hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, í 59 daga og hefur það vakið upp spurningar að undanförnu enda mjög óvenjulegt að ekki sjáist svo lengi til hennar opinberlega. Margir velta fyrir sér hvar hún sé og hvað hún sé að gera.

Katrín, sem er 39 ára, hefur ekki verið ljósmynduð á almannafæri í 59 daga og hún hefur ekki tekið þátt í neinum opinberum viðburðum á þessum tíma. News.com.au skýrir frá þessu.

Það má segja að í „starfslýsingu“ bresku konungsfjölskyldunnar felist að meðlimir hennar eiga að vera sýnilegir og það er ekki hægt að segja að Katrín hafi verið það síðustu tæpu tvo mánuðina. Hún tók síðast þátt í opinberum viðburði 11. júlí þegar hún var viðstödd úrslitaleik karla á Wimbledonmótinu í tennis. Þar voru teknar myndir af henni með Vilhjálmi og George syni þeirra. En eftir þetta hefur ekkert sést til hennar.

Á síðasta ári var lengsti samfelldi tíminn sem ekkert sást til hennar 41 dagur og 2019 var lengsti samfelldi tíminn 33 dagar.

Engar vísbendingar er að hafa á samfélagsmiðlum hjónanna eða bresku hirðarinnar um af hverju hún hefur ekki sést opinberlega svona lengi. Hjónin birtu þó mynd á samfélagsmiðlum í ágúst þar sem Katrín sést en sú mynd var tekin í janúar á síðasta ári.

Í umfjöllun News er haft eftir Daniela Ester, sem er titluð sem sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það sér erfitt að leiða ekki hugann að því að Katrín sé hugsanlega barnshafandi. Hjónin eiga þrjú börn en meðgöngurnar hafa reynst henni erfiðar líkamlega. En svo er auðvitað hugsanlegt að hún hafi bara tekið sér frí frá opinberum störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?