Nokkrum leikjum lauk nýlega í undankeppni HM. Hér fyrir neðan er stutt yfirferð.
Hvíta-Rússland 2-3 Wales (E-riðill)
Gareth Bale gerði þrennu fyrir Wales í 2-3 sigri gegn Hvít-Rússum á útivelli.
Hann kom þeim yfir af vítapunktinum á 5. mínútu. Heimamenn sneru leiknum sér í við með tveimur mörkum eftir um hálftíma leik. Mörkin skoruðu Vitali Lisakovich úr víti og Pavel Sedko.
Bale jafnaði metin á 69. mínútu með marki úr enn einni vítaspyrnu leiksins. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma.
Búlgaría 1-0 Litháen (C-riðill)
England 4-0 Andorra (I-riðill)
England tók á móti Andorra og vann öruggan 4-0 sigur.
Jess Lingard skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Harry Kane skoraði svo af vítapunktinum á 72. mínútu áður en Lingard gerði sitt annað mark. Bukayo Saka gerði síðasta mark leiksins á 84. mínútu.
Albanía 1-0 Ungverjaland (I-riðill)