Fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar, efstu deild kvenna á Englandi, lauk í dag með tveimur leikjum.
Brighton 2-0 West Ham
Dagný Brynjarsdóttir var utan hóps hjá West Ham í 2-0 tapi gegn Brighton. Ástæður fyrir fjarveru hennar eru ókunnar sem stendur.
Inessa Kaagman og Geum-Min Lee skoruðu mörk Brighton í fyrri hálfleik. Hawa Cissoko í liði West Ham fékk rautt spjald eftir hálftíma leik.
Arsenal 3-2 Chelsea
Arsenal hóf tímabilið á 3-2 sigri gegn Chelsea á heimavelli.
Markadrottningin Vivianne Miedema kom heimakonum yfir eftir stundarfjórðung. Erin Cuthbert jafnaði fyrir Chelsea skömmu fyrir hálfleik.
Bethany Mead kom Arsenal aftur yfir snemma í seinni hálfleiks. Hún var svo aftur á ferðinni með þriðja mark Arsenal á 60. mínútu.
Pernille Harder minnkaði muninn fyrir Englandsmeistara Chelsea skömmu síðar. Nær komust þær bláu þó ekki.