fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Dagný ekki með West Ham – Arsenal vann stórleikinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 15:41

Dagný í leik með West Ham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar, efstu deild kvenna á Englandi, lauk í dag með tveimur leikjum.

Brighton 2-0 West Ham

Dagný Brynjarsdóttir var utan hóps hjá West Ham í 2-0 tapi gegn Brighton. Ástæður fyrir fjarveru hennar eru ókunnar sem stendur.

Inessa Kaagman og Geum-Min Lee skoruðu mörk Brighton í fyrri hálfleik. Hawa Cissoko í liði West Ham fékk rautt spjald eftir hálftíma leik.

Arsenal 3-2 Chelsea

Arsenal hóf tímabilið á 3-2 sigri gegn Chelsea á heimavelli.

Markadrottningin Vivianne Miedema kom heimakonum yfir eftir stundarfjórðung. Erin Cuthbert jafnaði fyrir Chelsea skömmu fyrir hálfleik.

Bethany Mead kom Arsenal aftur yfir snemma í seinni hálfleiks. Hún var svo aftur á ferðinni með þriðja mark Arsenal á 60. mínútu.

Pernille Harder minnkaði muninn fyrir Englandsmeistara Chelsea skömmu síðar. Nær komust þær bláu þó ekki.

Marki Vivianne Miedema í dag fagnað. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina