Patrick Bamford mun leika sinn fyrsta leik fyrir enska A-landsliðið gegn Andorra í dag. Hann leiðir framlínu Englands.
Bamford á 28 ára afmæli í dag. Það er því óhætt að segja að um frábæran dag sé að ræða fyrir hann.
Framherjinn sprakk út á stóra sviðinu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá skoraði hann 17 mörk í 38 leikjum fyrir Leeds United.
Leikur Englands og Andorra fer fram á Wembley í Lundúnum og hefst nú klukkan 16 að íslenskum tíma.
Patrick Bamford will make his England debut today on his 28th birthday! 🤩🏴 pic.twitter.com/kSyQsAzFNz
— Goal (@goal) September 5, 2021