Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sif Atladóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léku allar með sínum liðum í Svíþjóð og Þýskalandi í dag.
Alexandra kom inn á sem varamaður í 0-1 sigri Frankfurt gegn Freiburg í þýsku Bundesligunni. Alexandra lék í um 25 mínútur.
Frankfurt er með fullt hús stiga í deildinni þegar tveimur umferðum er lokið.
Sveindís og Sif léku allan leikinn með Kristianstad í 1-2 tapi gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni. Með sigurliðinu lék Berglind Björg Þorvaldsdóttir í um klukkustund. Hún er nýkomin til liðsins. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Þess má geta að Delaney Baie Pridham skoraði mark Kristianstad í leiknum. Hún lék með ÍBV fyrr í sumar.
Hammarby er í fjórða sæti með 24 stig, stigi á eftir Meistaradeildarsæti. Kristianstad er sæti neðar með 3 stigum minna.