Paris Saint-Germain hefur samtals eytt 489.228.117 milljónum evra í stjörnu liðsins, Neymar, frá því að hann kom til félagsins sumarið 2017. Upphæðin jafngildir tæpum 74 milljörðum íslenskra króna. Spænski miðillinn El Mundo greinir frá þessu.
Hinn 29 ára gamli Neymar var keyptur til PSG frá Barcelona á 222 milljónir evra. Sú upphæð er talin með í ofangreindri heildarsummu. Restin eru launagreiðslur til Brasilíumannsins.
Neymar var ætlað að færa PSG ofar á evrópskum mælikvarða. Hingað til honum þó ekki tekist að hjálpa félaginu að vinna Meistaradeild Evrópu. Parísarliðið komst næst því í sumarið 2020 er það fór alla leið í úrslitaleik keppninnar. Þar hafði Bayern Munchen þó betur.
Möguleiki PSG á því að vinna Meistaradeildina hefur þó líklega aldrei verið meiri en á þessu tímabili.
Í sumar mættu þeir Lionel Messi, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Achraf Hakimi allir til félagins.