fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Wenger tjáir sig um Haaland – Gleður stuðningsmenn Manchester-liðanna

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 10:12

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger telur að norski framherjinn Erling Braut Haaland muni enda í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 21 árs gamli Haaland hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Salzburg í janúar 2020.

Klásúla í samningi hans gerir það að verkum að hann getur farið til hvaða félags sem tilbúið er að greiða 75 milljónir evra fyrir hann næsta sumar. Það er því ljóst að stærstu félög heims munu slást um þjónustu Haaland.

Af enskum félögum var norðmaðurinn ungi var orðaður við Manchester-liðin og Chelsea í sumar. Síðastnefnda félagið krækti hins vegar í Romelu Lukaku á tæpar 100 milljónir punda.

Þá hafa Barcelona og Real Madrid á Spáni einnig verið nefnd til sögunnar. Wenger, sem er goðsögn hjá Arsenal eftir að hafa stýrt liðinu í 22 ár, telur þó að Haaland muni velja ensku úrvalsdeildina fram yfir þá spænsku.

,,Ég held að það muni gerast (að Haaland komi í ensku úrvalsdeildina). Fjárhagslegt afl hennar er of sterkt,“ sagði Frakkinn við Bild. 

,,Enskur fótbolti er á toppnum því þar eru mestu peningarnir. Bestu leikmennirnir gera það sem þeir þurfa til að ná sér í bestu launin,“ bætti hann við.

Arsene Wenger. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni