fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 07:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nora Mehsen er 29 ára norsk kona. Margir virðast telja sig eiga eitthvað sökótt við hana og henni berast oft líflátshótanir og/eða hótanir um ofbeldi. Henni hefur verið hótað að réttast sé að grýta hana til bana og aðrir óska þess að hún muni brenna í helvíti. Ástæðan fyrir þessu er að hún er samkynhneigð, hún múslimi, hún er af innflytjendaættum og hún hefur verið dugleg við að tjá sig í opinberri umræðu um umburðarlyndi og að fólk eigi að samþykkja þá sem eru öðruvísi, minnihlutahópa.

Þetta virðist hafa orðið til þess að mörgum er mjög í nöp við hana, beinlínis hata hana.

Ég hef fengið morðhótanir. Þetta eru hótanir um að það eigi að grýta mig til bana eða að ég eigi að brenna í helvíti, að ég eigi ekki skilið að lifa og að heimurinn verði betri án mín.

Sagði hún í samtali við TV2.

Það að hún er af innflytjendaættum vekur reiði margra. Múslima, innflytjenda, Norðmanna af báðum kynjum og fleiri.

Ég lifi við ákveðna óvissu – maður veit aldrei hvort það er einhver sem vill manni eitthvað illt. Ég veit ekki hvort ég þarf að óttast eitthvað en það hefur áhrif á þig þegar það eru svo margir sem hata þig. Þegar ég fæ bréf, sem er handskrifað, er fyrsta hugsun mín að það sé morðhótun.

Aðspurð sagðist hún reikna með að verða hótað vegna umfjöllunar TV2 um málið.

Já, því miður verð ég að reikna með því. Þetta er gjaldið sem ég og margir eins og ég – konur, fólk af innflytjendaættum, múslimar – greiða fyrir að taka þátt í þjóðmálaumræðunni. En heiftin í þessu er í sjálfu sér staðfesting á að það sé mikilvægt að ég láti heyrast í mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum