Aðskotahlutur sat fastur í hálsi á kona sem búsett er á hjúkrunarheimili í Laugardal. Starfsmenn hjúkrunarheimilisins notuðu Heimlich aðferðina til að koma aðskotahlutnum úr hálsi konunnar og var konan ekki lengur í lífshættu þegar lögregla og sjúkralið mættu á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum nú síðdegis.
Kalla þurfti á lögregluna þrisvar sinnum í dag í tengslum við skólalóðir. Tvö sex ára gömul börn flúðu skólalóð í frímínútum í grunnskóla í Hafnarfirði í dag en þau fundust skömmu síðar, bæði heil á húfi. Þá fundust fíkniefni á leikskólalóð í Kópavogi og var lögregla kölluð á vettvang. Einnig var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á skólalóð í Kópavogi, lögregla fór á vettvang og vísaði aðilanum af lóðinni.