fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Rafmagnslaust í New Orleans – Einn látinn af völdum Ida

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 05:07

Miðborg New Orleans í gærkvöldi að staðartíma. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Ida tók land síðdegis í gær. Fellibylurinn var þá fjórða stigs fellibylur en heldur dró úr afli hans eftir landtökuna og fór hann niður í þriðja stig og nú undir morgun niður í annað stig og fyrir skömmu niður í fyrsta stigs fellibyl. En það þýðir ekki að óveðrinu hafi slotað og allt sé yfirstaðið því enn er mikill vindur og úrkoma. 700.000 íbúar í Louisiana eru án rafmagns, þar af 400.000 þúsund í New Orleans.

Reiknað er með að enn fleiri muni verða fyrir áhrifum af fellibylnum eftir því sem hann færist inn í landið. Mikið eignatjón hefur nú þegar orðið og staðfest hefur verið að einn hafi látist af völdum fellibylsins eftir að tré féll á hús.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að reikna megi með að vikur muni líða þar til búið verður að koma rafmagni á alls staðar.

Hætta er á að mikil úrkoma, flóð og mikil ölduhæð muni valda miklu tjóni í Louisiana og þar með New Orleans sem stendur mjög lágt. Flóðvarnargarðar hafa verið styrktir eftir að fellibylurinn Katrina orsakaði mikla eyðileggingu í New Orleans fyrir 16 árum en þá létust 1.800 manns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks