Jóhann Óskar Borgþórsson, flugstjóri, hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá PLAY. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Jóhann er með yfir 18 ára reynslu úr fluggeiranum og hefur starfað hjá Air Atlanta, Icelandair, WOW air og Royal Brunei Airlines.
„Það er frábært að fá Jóhann í stjórnendateymi flugdeildar PLAY. Hann hefur víðtæka reynslu og það mun án efa koma að góðum notum að fá innsýn hans og þekkingu inn í okkar vinnu enda hefur Jóhann starfað í um 18 ár í flugbransanum fyrir ýmis félög eins og Air Atlanta, Iceland Air, WOW air og síðast Royal Brunei Airlines, “ er haft eftir Finnboga Karl Bjarnasyni flugrekstrarstjóra PLAY í tilkynningu.
„Mér finnst dálítið eins og ég sé bara loksins komin aftur heim eftir að hafa aflað mér frekari þekkingar og reynslu í hinum stóra heimi sem við opnum leiðir til fyrir okkar viðskiptavini enda eru framundanskemmtilegar áskoranir í uppbyggingu PLAY á nýjum mörkuðum,“ er haft eftir Jóhann.