fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Límdi hálft kíló af hassi við kviðinn á sér en tollurinn greip hann á Reykjavíkurflugvelli

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 15:30

Reykjavíkurflugvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenskan karlmann í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en hann var gripinn á Reykjavíkurflugvelli veturinn 2019, með naumlega hálft kíló af hassi.

Það voru tollverðir sem gerðu fíkniefnin upp. Þau höfðu verið geymd innanklæða, eða límd við kvið sér.

Um var að ræða 443.03 grömm af hassi. Maðurinn ætlaði hann með til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, en þar er talið að hann hafi ætlað að selja þau. Maðurinn var sakfelldur fyrir vörslu efnanna, enda einungis að sjá í íslenskum rétti að ólöglegt sé að flytja efni úr landi, en ekki inn.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á langan sakaferill að baki, en frá árinu 2007, hefur hann hlotið 5 refsidóma, meðal annars fyrir líkamsárásir, þjófnað, umferðarlagabrot, manndrápstilraun og fíkniefnalagabrot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi