fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Henri hefur tekið landi á Rhode Island – Mörg hundruð þúsund manns án rafmagns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:18

Áhrifa Henri gætti í Queens í New York í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabeltisstormurinn Henri tók land á Rhode Island í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðartíma. Að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC tók hann land nærri bænum Westerly. Vindhraðinn mældist 95 km/klst og úrhellisrigning fylgdi með.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru mörg hundruð þúsund manns nú án rafmagns og mörg þúsund heimili eru einnig án vatns. Dan McKee, ríkisstjóri í Rhode Island, sagði í gær að hann reikni með að afleiðingar óveðursins verði alvarlegar, til dæmis rafmagnsleysi og flóð. Heldur dró úr styrk Henri í gær og var hann færður úr flokki fellibylja niður í hitabeltisstorm.

Reiknað er með að áfram muni draga úr styrk hans en rigning og flóð munu ógna norðausturhluta Bandaríkjanna fram á kvöld.

Joe Biden, forseti, sagði að staðan væri alvarleg vegna þess hversu öflugur Henri er og þeirra miklu úrkomu sem honum fylgir.

35 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið viðvörun um yfirvofandi flóð vegna Henri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“