fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

„Við gáfum dóttur okkar einstakt nafn“ – „Síðan sá ég að maðurinn minn hafði platað mig“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 06:45

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við völdum þetta nafn á dóttur okkar af því að það var einstakt og rómantísk,“ segir móðir lítillar ástralskrar stúlku. Hún komst síðar að því að eiginmaðurinn hafði platað hana upp úr skónum hvað varðar nafngiftina.

Þegar barn kemur í heiminn er margt sem foreldrarnir þurfa að taka afstöðu til og eitt stærsta málið er auðvitað nafn á barnið. Foreldrar stúlkunnar, sem búa í New South Wales, ákváðu að hún skyldi heita Lanesra. Hugmyndin kom frá manninum og fannst eiginkonunni þetta fullkomið nafn. „Við völdum þetta nafn á dóttur okkar af því að það var einstakt og rómantísk,“ hefur The Mirror eftir móðurinni.

En tveimur árum síðar afhjúpaði eiginmaðurinn ástæðuna fyrir að hann stakk upp á þessu nafni og er óhætt að segja að ástæðan hafi komið eiginkonunni algjörlega í opna skjöldu. „Það var ekki fyrr en hún var tveggja ára sem maðurinn minn sagði mér að nafnið væri nafnið á uppáhaldsfótboltaliðinu hans, Arsenal, skrifað aftur á bak,“ sagði móðirin.

Sagan fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og þá kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Arsenal höfðu leikið þann leik að skýra börn sín þessu sama nafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Í gær

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga
Pressan
Í gær

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál