fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Sakar Írisi bæjarstjóra um einelti og segir upp störfum

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 21:00

Íris Róbertsdóttir. mynd/Tryggvi Már

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem yfirhafsögumaður Vestmannaeyjahafnar lausu. Hann ætlar sér taka við samskonar starfi annars staðar. Ástæðan er einelti sem hann vill meina að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafi beitt hann. Frá þessu greina Eyjafréttir.

Andrés staðfesti innihald fréttar Eyjafréttar í samtali við DV, en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Andrés sakaði Írisi um einelti í uppsagnarbréfi sínu til Framkvæmda- og hafnarráðs. Þetta meinta einelti varðar útilokun, upplýsingaskort og óréttmæta gagnrýni í garð Andrésar.

Fram kemur að Andrés hafi starfað hjá höfninni í 15 ár en áður hafi hann verið skipstjóri. Hann hafi verið óhræddur við að tjá sig um samfélagsleg mál Vestmannaeyja, einkum samgöngumál sem vörðuðu meðal annars skipasiglingar með Herjólfi.

Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir