fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Sjávarborg á Hvammstanga: Sjá hvalina koma syndandi inn fjörðinn

Veitingastaðurinn Sjávarborg stendur í gömlu frystihúsi við fjöruna í Hvammstanga

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 17. mars 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex kílómetra frá Þjóðvegi 1, nánar tiltekið við Strandgötu 1 á Hvammstanga stendur veitingastaðurinn Sjávarborg en hann er rekinn af þeim hjónum Hrund Jóhannsdóttur og Gunnari Páli Helgasyni.

„Við opnuðum staðinn í mars 2015 en forsöguna má rekja til foreldra minna sem hófu rekstur ferðaþjónustunnar Gauksmýri fyrir rúmlega tuttugu árum. Fyrir þremur árum auglýsti svo sveitarfélagið eftir rekstraraðilum til að sjá um skólamötuneytið í grunnskóla Húnaþings vestra og reka veitingastað samhliða því. Eini veitingastaðurinn á svæðinu á þeim tíma var söluskálinn sem bauð bara upp á skyndibita, sem er gott og gilt, þótt gaman sé að bjóða upp á fleiri möguleika og breiðara úrval. Foreldrar mínir fengu verkið en við maðurinn minn komum inn í reksturinn árið 2016 og tókum fljótlega alfarið við daglegum rekstri.“

Gunnar og Hrund

Hrund segir þau hjónin bæði hafa mikinn metnað fyrir því að elda ferskan mat og helst reyni þau að sækja hráefnin á næstu bæi, landbúnaðarafurðir og annað.

„Við erum með frábært starfsfólk sem hefur veitt okkur innblástur í þessum efnum, – og þótt það hljómi svolítið sveitalega, þá viljum við alls ekki vera neitt síðri en bestu veitingastaðirnir í Reykjavík,“ segir Hrund og bætir við að umhverfið og hönnun staðarins hvetji þau til að gefa ekkert eftir í metnaðinum enda hvort tveggja nýstárlegt og fallegt.

„Sjávarborg er staðsett alveg við fjöruna í Hvammstanga, á efri hæð Selaseturs Íslands, og því fannst okkur nærtækast að bjóða aðallega upp á sjávarfang. Stundum koma líka hvalir syndandi inn í fjörðinn, sérstaklega á haustin, og þá er bara hægt að horfa á þá út um gluggann á veitingastaðnum. Stundum horfir fólk svo mikið út á sjó að maður þarf að láta það vita að maturinn sé kominn á borðið,“ segir Hrund og skellir upp úr.

Húsið þjónaði áður þeim tilgangi að vera frystihús fyrir gamla sláturhúsið í bænum en Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á sjálfa bygginguna.

„Borðin eru smíðuð úr bobbingum, ljósin í loftinu eru gamlar kræklingabaujur, barinn er steyptur úr fjörugrjóti, krókarnir sem kjötið hékk á eru nýttir sem fatahengi og svo mætti lengi telja. Það er mjög gaman að skoða hvernig allir þessir hlutir hafa fengið nýtt hlutverk í breyttu samhengi og við erum mjög ánægð með útkomuna og stolt af henni.“

Hver er vinsælasti rétturinn á matseðlinum hjá ykkur?

Vinsæll í hádeginu

„Við erum alltaf með fisk dagsins og útfærslan á honum er mismunandi eftir því hvað veiðist þann daginn. Fiskur dagsins er mjög vinsæll, sérstaklega hjá ferðamönnum, en heimamenn eru mjög hrifnir af hamborgaranum. Við bjóðum upp á 200 gramma hamborgara með heimagerðu majónesi og svo er alltaf hamborgari vikunnar sem margir bíða spenntir eftir.

Yfir vetrartímann bjóðum við upp á rétt dagsins í hádeginu, en það er sami matur og er eldaður fyrir skólann en veitingahúsið er svo aftur opið frá klukkan 17 til 22 (eldhúsinu er lokað kl. 21.00).

Um helgar og á sumrin er opið allan daginn frá 11.00 til 21.00 en við stefnum á að hafa eldhúsið opið til klukkan 22.00 í júlí og ágúst til að koma til móts við ferðamennina. Staðurinn getur tekið alveg upp í 120 manns í sæti svo stundum koma heilu rúturnar til okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Í gær

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“