fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Biden vill Cuomo burt – „Ég held hann ætti að segja af sér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur kallað eftir afsögn ríkisstjóra New YorkAndrew Cuomo, eftir að ítarlegar niðurstöður rannsóknar á meintu framferði Cuomos gegn konum voru kynntar í gær en samkvæmt rannsókninni er Cuomo sekur um kynferðislega áreitni gegn ellefu konum.

Biden tjáði sig um málið fyrir utan Hvíta húsið í gær. „Ég held að hann ætti að segja af sér. Ég skil það svo að löggjafar ríkisins [New York ríki] gætu ákveðið að sækja hann til saka. Ég veit það þó ekki fyrir víst, ég er ekki búinn að lesa öll gögnin“ sagði Biden aðspurður um hvað gæti gerst ef Cuomo segði ekki sjálfviljugur af sér, en Cuomo gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann vísaði ásökununum á bug og sagðist ekki ætla sér að segja af sér embætti ríkisstjóra sem hann hefur gengt síðan árið 2011.  Eðlilega hafði Biden ekki náð að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar til hins ítrasta en þær eru afar umfangsmiklar, telja heilar 168 blaðsíður og byggja meðal annars á samtölum við 179 einstaklinga, þeirra á meðal konurnar ellefu sem segja Cuomo hafa brotið gegn sér með áreitni á borð við þukl, kossa, niðrandi og kynferðislegum athugasemdum í þeirra óþökk.

Cuomo er demókrati og hafa mörg valdamikil flokkssystkini hans kallað eftir afsögn hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum