fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Theodóra var hrædd: „Ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbaði út úr þinghúsinu“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmönnum Bjartrar framtíðar var ógnað og sagt að hafa hægt um sig eftir að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn síðasta haust. Þetta segir Theodóra Þorsteinsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins.

Björt framtíð var harðlega gagnrýnd fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og datt flokkurinn af þingi eftir síðustu kosningar. Theodóra sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að þingmenn flokksins hefðu fengið hótanir.

„Við fengum símtöl bæði fyrir og eftir slit. Og við fengum mjög óæskileg símtöl, það var verið að pikka í okkur og sérstaklega eftir að við ákváðum að þetta væri ekki að ganga,“ segir Theodóra. „Okkur var ógnað, við fengum símtöl sem voru með þeim hætti, tek bara sem dæmi, að við ættum að hafa hægt um okkur því það væru barnaníðingar innan Bjartrar framtíðar.“

Theodóra segir að símtölin hafi ekki verið kærð til lögreglu en þau hafi látið rannsaka eitthvað af númerum sem hringdu í þau.

„Þetta voru bara svona einhverjir menn sem hringdu. Við kvöddum auðvitað þessi símtöl mjög fljótt.“

Hún segir að símtölin hafi orðið til þess að hún dró sig út úr opinberri umræðu eftir stjórnarslitin.

„Ég lét bara markvisst ekki ná í mig. Ég sinnti mínu starfi, kláraði þetta, en ákvað síðan að draga mig út úr þessari umræðu. Þetta hafði þannig áhrif að ég var farin að líta í kringum mig þegar ég labbaði út úr þinghúsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá