fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Brekkusöngurinn frosinn hjá mörgum og kvörtunum rignir yfir Senu – „Finnst ykkur þetta í lagi?? Í verstu gæðum?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 22:02

Þarna stöðvaðist brekkusöngurinn hjá einum kaupanda. Allt fast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg óánægja virðist vera hjá mörgum sem keyptu streymi hjá Senu að Brekkusöngnum sem sendur er út frá mannlausum Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í kvöld. Fólk kvartar undan afar litlum myndgæðum og hjá mörgum er útsendingin einfaldlega frosin. Kvörtunum rignir inn á Facebook-síðu Senu.

„Það er ekki hægt að horfa á streymið. Alltaf að frjósa. Búin að fara í lægstu gæði og ekkert að netinu. Augljóslega eitthvað að hjá ykkur fyrst þetta er svona hjá flest öllum,“ segir kona ein.

„Vonlaust streymi, höktir og hikstar. Spilar í 3 sek og stoppar í 30. Er að gefast upp á þessu,“ segir önnur kona og birtir mynd af óskýrum skjánum.

„Sama reynsla hér á streymi… við erum búin að prófa allt sem bent er á hér og virkar ekki. Horfum á margt gegnum streymi og aldrei verið vandamál nema núna,“ segir enn einn áhorfandi af öllum þeim fjölmörgu sem kvarta.

„Finnst ykkur þetta i lagi?? I verstu gæðum?“ segir kona og birtir mynd af óskýrum skjáum sínum.

Ljóst er að útsendingin hefur farið úrskeiðis.

„Þetta er handónýtt. Við viljum einnig endurgreitt,“ segir maður einn og líklega taka margir undir með honum.

Fleiri ummæli:

„Ekki hægt að horfa, endalaust að frjósa. Sé eftir þessum peningum enda verður örugglega ekki auðvelt að fá endurgreitt“

„Búin að gera allt sem þið bendið fólki á að gera og hraðatesta netið hjá mér… virkar ekki einusinni í lélegustu gæðum! Það bara hlýtur eitthvað að vera að hjá ykkur“

„Hvað er að frétta Sena?? Það er allt í steik, þetta er loksins hætt að lagga, af því þetta er alveg dottið út !!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri