fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Svona er ástandið á Hellisheiði núna – „Biluð þoka á Hellisheiði og í Kömbunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 18:26

Aðsend mynd. Þoka á Hellisheiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er biluð þoka á Hellisheiði og í Kömbunum núna,“ segir ökumaður sem meðfylgjandi myndir laust fyrir klukkan 18 í dag. Gífurleg þoka er á svæðinu og er það raunar í samræmi við spá Veðurstofunnar, þar sem gert er ráð fyrir rigningu með köflum um landið suðvestanvert og þokumóðu þar í kvöld.

Aðsend mynd.

Ökumaðurinn sagði að sem betur fer væri lítil umferð þarna núna. Annar ökumaður sem átti leið um Hellisheiði á fimmta tímanum í dag segir hins vegar að þá hafi umferð verið mjög þung og mjög mikil þoka rétt eins og núna. „Við biðum bara og biðum, það var eins og öll þjóðin væri að fara úr bænum.“

Fleiri ökumenn hafa haft samband og vitnað um að útsýnið út um framrúður bíla þeirra hafi ekki náð lengra en að næstu vegastiku og stundum ekkert út af veginum.

Eins og flestir vita hefur öllum útihátíðum verið aflýst en fjölmargir leggja samt leið sína um landið og fara í útilegu.

Aðsend mynd.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“