fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 18:30

mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra bæjarins að semja við rekstraraðila Edinborgarhússins um að halda þar úti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn hluta úr ári. Þetta kemur fram í frétt bb.is.

Þar segir að samningur bæjarstjórans við Edinborgarhúsið yrði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar, en gert er ráð fyrir að hann yrði vegna hásumarmánaðanna næstu þrjú árin, frá maí og fram í miðjan september.

Tillagan snýr að því að Edinborgarhúsið myndi innheimta fast mánaðargjald fyrir að halda úti klósettaðstöðunni og myndi í staðinn sjá um að halda aðstöðunni þrifalegri.

Í húsinu í dag eru ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöð ferðamála, veitingahús sem tekur 100 manns við borð auk þess sem húsið hýsir reglulega menningarviðburði. Húsið var reist 1907, að því er segir á heimasíðu hússins. „Bar það höfuð og herðar yfir flest mannanna verk á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir þar jafnframt. Húsið er teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og húsameistara ríkisins og staðsetning þess einkar glæsileg, við Pollinn í gamla bænum.

Hvort Rögnvaldi hafi einhvern tímann órað fyrir því að húsið yrði miðstöð grunnþarfaþjónustu fyrir þúsundir ferðamanna á geysistórum skemmtiferðaskipum, liggur ekki fyrir, en sumarið fyrir Covid komu 130 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar með samtals 117.856 ferðamenn um borð, samkvæmt heimasíðu bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi