fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 18:30

mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra bæjarins að semja við rekstraraðila Edinborgarhússins um að halda þar úti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn hluta úr ári. Þetta kemur fram í frétt bb.is.

Þar segir að samningur bæjarstjórans við Edinborgarhúsið yrði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar, en gert er ráð fyrir að hann yrði vegna hásumarmánaðanna næstu þrjú árin, frá maí og fram í miðjan september.

Tillagan snýr að því að Edinborgarhúsið myndi innheimta fast mánaðargjald fyrir að halda úti klósettaðstöðunni og myndi í staðinn sjá um að halda aðstöðunni þrifalegri.

Í húsinu í dag eru ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöð ferðamála, veitingahús sem tekur 100 manns við borð auk þess sem húsið hýsir reglulega menningarviðburði. Húsið var reist 1907, að því er segir á heimasíðu hússins. „Bar það höfuð og herðar yfir flest mannanna verk á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir þar jafnframt. Húsið er teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og húsameistara ríkisins og staðsetning þess einkar glæsileg, við Pollinn í gamla bænum.

Hvort Rögnvaldi hafi einhvern tímann órað fyrir því að húsið yrði miðstöð grunnþarfaþjónustu fyrir þúsundir ferðamanna á geysistórum skemmtiferðaskipum, liggur ekki fyrir, en sumarið fyrir Covid komu 130 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar með samtals 117.856 ferðamenn um borð, samkvæmt heimasíðu bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast