fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Stjörnum prýtt fertugsafmæli: Þotuliðið djammaði hjá Sillu í gær – Áhrifavaldar og atvinnumaður í fótbolta skemmtu sér saman

Fókus
Laugardaginn 17. júlí 2021 11:00

Það var stuð hjá Sillu í gær- Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Förðunarmeistarinn Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, stofnandi og eigandi Reykjavik Makeup School, hélt upp á 40 ára afmælið sitt með pompi og prakt á heimili sínu í gær. Í myndböndum sem Sigurlaug birti á Instagram-síðu sinni í gær má sjá að veislan var alveg rosaleg, gestum var til að mynda boðið upp á hlaðborð af dýrindis kræsingum, kokteila sem barþjónar Reykjavik Cocktails gerðu á staðnum og Stjórnin mætti þegar leið á kvöldið og tryllti lýðinn.

Þá voru gestirnir í veislunni alls ekki af verri endanum. Í færslum sem birtust á Instagram í gær mátti sjá fjölmarga úr þotuliði áhrifavalda í veislunni. Má þar til að mynda nefna stjörnuparið Línu Birgittu Sigurðardóttir og Guðmund Birki Pálsson, eða Gumma Kíró eins og hann er gjarnan kallaður. Lína og Gummi nýttu sér myndavegginn í veislunni og Gummi deildi afrakstrinum á Instagram-síðu sína um leið.

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í veisluna þrátt fyrir að vera nýlent frá Parísreisu sinni Birgitta hefur nú endurheimt Instagram-aðganginn sinn eftir að hakkarinn alræmdi tók hann niður, svo hún gat sýnt frá því sem fram fór í veislunni á sinni Instagram-síðu líka. Hún skemmti sér til dæmis með atvinnumanninum Herði Björgvini Magnússyni en þau tóku undir með Siggu Beinteins þegar hún söng slagarann Vertu ekki að plata mig. 

Hörður og Birgitta syngja saman – Skjáskot/Instagram

Foreldrar Birgittu, World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, mættu einnig í veisluna. Líkt og flestir aðrir gestir veislunnar þá tóku þau mynd af sér við myndavegginn fallega.

Myndaveggurinn dró Bjössa og Dísu til sín – Skjáskot/Instagram

Sólrún Diego var að sjálfsögðu á staðnum í gær. Þrifdrottningin var ekki vopnuð edikbrúsanum í veislunni enda var veislan alveg upp á 10. Allt var stútfullt af blöðrum en fyrirtækið Balún setti blöðrurnar upp. „Mestu snillingar í heimi,“ segir Silla um fólkið í Balún. Eins og vinkona Sillu orðaði það í gær þá fór hún alla leið eins og hún gerir yfirleitt þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. „Silla er ekki þekkt fyrir neitt annað en að fara all in.“

Sólrún Diego, Gummi Kíró og Lína Birgitta fá sér búbblur – Skjáskot/Instagram

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Silla deildi á Instagram-síðu sína úr veislunni en þær sýna hvernig veislan leit út. Eins og sjá má eru blöðrurnar frá Balún í aðalhlutverki. Þá má einnig sjá myndavegginn vinsæla en gestir veislunnar voru afar duglegir að nýta sér hann.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma