fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Ríkisstjóri Oregon segir óásættanlegt hversu margir létust í nýafstaðinni hitabylgju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 08:00

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Brown, ríkisstjóri í Oregon í Bandaríkjunum, segir óásættanlegt hversu margir létust í hitabylgjunni sem herjaði á norðvesturríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Að minnsta kosti 95 létust í Oregon en í norðvesturríkjunum og suðvesturríkjum Kanada er talið að mörg hundruð manns hafi látist af völdum hita.

Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið úr hita í norðvesturríkjunum þar sem veðurkerfið, sem þeim veldur, hefur fært sig í austur og er reiknað með allt að 38 stiga hita í Idaho og Montana.

Yfirvöld í Oregon vöruðu fólk við hitanum, dreifðu vatni til útsettra einstaklinga og komu upp miðstöðvum sem fólk gat leitað í til að kæla sig. „Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir loftslagsbreytingarnar hér í ríkinu í nokkur ár. Það var auðvitað fordæmalaust að fá þrjá daga með methita og það var hræðilegt að rúmlega 90 manns hafi látið lífið. Við verðum að halda áfram að undirbúa okkur. Meðal annars með því að vinna með heilbrigðisstarfsfólki sem annast viðkvæma íbúa til að tryggja að þeir skilji að þeir geti fengið hjálp,“ sagði hún á sunnudaginn.

Vísindamenn telja hitabylgjuna vera beina afleiðingum af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi