fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Ríkisstjóri Oregon segir óásættanlegt hversu margir létust í nýafstaðinni hitabylgju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 08:00

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Brown, ríkisstjóri í Oregon í Bandaríkjunum, segir óásættanlegt hversu margir létust í hitabylgjunni sem herjaði á norðvesturríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Að minnsta kosti 95 létust í Oregon en í norðvesturríkjunum og suðvesturríkjum Kanada er talið að mörg hundruð manns hafi látist af völdum hita.

Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið úr hita í norðvesturríkjunum þar sem veðurkerfið, sem þeim veldur, hefur fært sig í austur og er reiknað með allt að 38 stiga hita í Idaho og Montana.

Yfirvöld í Oregon vöruðu fólk við hitanum, dreifðu vatni til útsettra einstaklinga og komu upp miðstöðvum sem fólk gat leitað í til að kæla sig. „Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir loftslagsbreytingarnar hér í ríkinu í nokkur ár. Það var auðvitað fordæmalaust að fá þrjá daga með methita og það var hræðilegt að rúmlega 90 manns hafi látið lífið. Við verðum að halda áfram að undirbúa okkur. Meðal annars með því að vinna með heilbrigðisstarfsfólki sem annast viðkvæma íbúa til að tryggja að þeir skilji að þeir geti fengið hjálp,“ sagði hún á sunnudaginn.

Vísindamenn telja hitabylgjuna vera beina afleiðingum af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós