fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kristín Snæfells fallin frá – Var gerð ódauðleg í Stuðmannalagi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir er látin. Hún var fædd þann 4. október árið 1950. Kristín háði harða baráttu við krabbamein síðastliðin ár.

Minningarathafnir hafa viða verið haldnar um þessa mögnuðu konu, meðal annars í Seljakirkju, Ábæjarkirkju og á vegum AA-samtakanna. Kristín var meðal annars stofnandi Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir konur sem lokið höfðu áfengismeðferð.

Á unga aldri gerði hljómsveitin Stuðmenn Kristínu ódauðlega en hún var kölluð „Stína stuð“ í laginu „Út á stoppistöð“ á fyrstu plötu Stuðmanna.

Kristín stríddi við erfiðleika og áföll allt frá barnæsku sem hún gerði skil í ævisögu sinni, Sporin í sandinum, sem kom út árið 2003 og vakti töluverða athygli. Ennfremur segir hún frá baráttu sinni við Bakkus, þar sem hún hafði betur, en henni tókst að breyta lífi sínu með hjálp AA-samtakanna.

Í tilkynningu um andlát Kristínar í lokuðum Facebookhópi – Sporin í sandinum – segir Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, dóttir hennar: „Huggun er harmi gegn að hún er komin í faðm Guðs þar sem enginn sársauki né sjúkdómar eru og að mamma hélt í húmorinn og jákvæðnina allt til enda.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum