fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Settist á klósettið – Skömmu síðar fann hann stungu við kynfærin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 06:59

Það er ekki hættulegt fyrir augun að glápa á skjáinn löngum stundum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 65 ára austurrískur karlmaður settist á klósettið á heimili sínu í Graz til að sinna því sem hann þurfti að sinna átti hann ekki von á að þessi klósettferð yrði fréttnæmari en aðrar slíkar ferðir. En þar hafði hann rangt fyrir sér því klósettferðin komst í heimsfréttirnar.

Þegar hann var rétt sestur á klósettið fann hann skyndilega „stungu við kynfærin“. Því næst sá hann 1,6 metra langa pýtonslöngu í klósettinu. Hann hafði ekki verið stungin, það var slangan sem beit hann.

Sky News segir að slangan, sem er upprunnin í Asíu, geti orðið allt að 9 metrar á lengd. Talið er að hún hafi komist í klósettið hjá manninum í gegnum skolplagnir í húsinu.

„Skömmu eftir að hann settist á klósettið segist maðurinn hafa fundið „stungu við kynfærin“,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut.

Lögreglunni tókst ekki að staðfesta hvaða leið slangan fór til að enda í klósetti mannsins en telur að hún hafi sloppið úr íbúð nágrannans, 24 ára eiganda 11 slangna. Hann hefur verið kærður fyrir vanrækslu sem leiddi til þess að nágranninn varð fyrir líkamstjóni.

Sérfræðingur fjarlægði slönguna úr klósettinu og kom henni til nágrannans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt