fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Von á vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. mars 2018 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Samkvæmt Kjarnanum ræðir stjórnarandstaðan nú um möguleikann á því að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu. Allir stjórnarandstöðuflokkar íhuga nú málið eftir fund þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar í morgun og munu formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar líklega funda meira um málið á morgun og taka þá ákvörðun um hvort tillagan verði lögð fram síðar um daginn og þá tekin fyrir á fimmtudag. Einnig er greint frá þeim möguleika að leggja fram tillöguna á fimmtudag, en þá yrði hún ekki tekin fyrir fyrr en á mánudaginn 19. mars, þar sem næsta vika er svokölluð nefndarvika.

 

Ástæðan sem nefnd er til seinkunar tillögunni, er að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, verða erlendis næstu daga, en þau neituðu að samþykkja ríkisstjórnarsamstarf VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn og eru því lykilleikmenn stjórnarandstöðunnar í atkvæðagreiðslu um málið.

 

Annað lykilatriði í málinu er álit umboðsmanns Alþingis, sem taldi ekki ástæðu til að hefja rannsókn að eigin frumkvæði á máli Sigríðar. Virðist sú ákvörðun ekki hafa farið vel í þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“