fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Hernámið í Oregon: Forsprakkinn handtekinn

Vopnaðir menn halda enn friðlandi í Oregon-ríki – Lögreglan skaut einn til bana í nótt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið Ammon Bundy, forsprakka hóps vopnaðra manna sem hernam friðland í Oregon-ríki. Hernáminu er þó ekki lokið því fylgjendur Bundy hafa svæðið enn á sínu valdi, þrátt fyrir að vera umkringdir af lögreglu.

Frá þessu er greint á vef BBC í morgun en þar segir að lögreglan hafi handtekið Bundy og fjóra fylgjendur hans í gær, þegar þeir voru stöðvaðir við umferðareftirlit. Einn þeirra særðist í aðgerðum lögreglunnar.

Þá voru þrír aðrir handteknir í aðskildum aðgerðum lögreglunnar og einn skotinn til bana.

Hópurinn komst í heimsfréttirnar 2. janúar síðastliðinn þegar hann hernam náttúruverndarsvæði í Oregon. Með hernáminu er hópurinn að mótmæla handtöku tveggja bænda, sem eru nú í fangelsi fyrir að brenna sinubruna á landi í eigu ríkisins.

Sjá einnig: Landsvæði í Oregon hernumið af vopnuðum mönnum

Hópurinn segir að ríkisstjórnin hafi áratugum saman stolið landi af bændum. Því hernámu þeir náttúruverndarsvæðið svo að bændur gætu flutt þangað og ræktað landið án afskipta ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir að forsprakki hópsins sé nú í haldi, búið sé að handtaka nokkra úr hópnum og einn sé látinn, er svæðið enn hernumið af hópnum. Fylgjendur Bundy eru enn á Malheur National Wildlife-friðlandinu og segjast ekki ætla að fara.

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú lokað svæðið af og er hópurinn umkringdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar