Líkt og kom fram á ríkisstjórnarfundi rétt í þessu munu allar samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti.
Nýtt líf hefst á Íslandi á morgun – Allar samkomutakmarkanir falla niður – Sjáðu hvað breytist
Íslendingar virðast langflestir fagna þeim fréttum, og miðað við viðbrögð netverja verður haft gaman næstu daga. Líklega verður nóg um að vera í skemmtanalífinu, enda hafa opnunartímar skemmti- og veitingastaða verið ansi takmarkaður síðustu misseri.
Af Twitter að dæma er djammþorsti landans orðin ansi mikill, og ætla margir að sleppa af sér beislinu næstu kvöld. En hér að neðan má lesa nokkur tíst Íslendinga eftir fregnirnar:
jæja Sódóma Gómorra! Kynsvall og anarkí.
— Oddur Ævar (@odduraevar) June 25, 2021
Jæja, þá eru allar takmarkanir burt og bara ekkert annað eftir að gera en að tapa sér
— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) June 25, 2021
YES !!! Nú getum við opnað skíðasvæðin aftur !!
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 25, 2021
Er óeðlilegt að vera í geðshræringu yfir fréttum yfir allsherjar afléttingar innanlands?
— Arnór Bogason (@arnorb) June 25, 2021
Sá fössari
— Matthías Aron (@maolafsson) June 25, 2021
hver kemur í djammsleik í kvöld
— bebbi (@Bergrun) June 25, 2021
Ég ætla að vona að dómsmálaráherra tilkynni fjöldun í lögregluliðinu fyrir morgundaginn! Sumardagurinn fyrsti og „allt má“! Í guðanna bænum farið varlega! #Woopwoop
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) June 25, 2021
Engar samkomutakmarkanir en víða eru samgöngutakmarkanir #vegagerdin #Vestfjarðavegir #ófærð
— sTuðgerður Maria (@thmaria220) June 25, 2021
Má halda jólatónleika í júní?
— Baggalútur (@baggalutur) June 25, 2021
Bless covid. Hæ herpes!
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) June 25, 2021
Frá og með morgundeginum mega allar frænkur landsins aftur kyssa á munninn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 25, 2021
Í gær var árið 2019, á morgun er árið 2021
— Matthías Aron (@maolafsson) June 25, 2021
Jæja þá þarf maður að vaka til hálf fimm í nótt🤷🏼♀️
— Kristlín Dís (@krist_lin) June 25, 2021
Merkilegur dagur þegar öllum takmörkunum er aflétt. Vel gert öll!
— Katrín Atladóttir (@katrinat) June 25, 2021
Vill þakka ríkisstjórnina fyrir þessa afmælisgjöf
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 25, 2021
Í guðana bænum sendið Þórólf beint upp í flugvél til Tene akkúrat núna strax.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 25, 2021
Ég ætla í sleik
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 25, 2021
saggaður, baggaður og rugl magnaður
— Björn Rafnar (@bjollirafnar) June 23, 2021
Verður þetta ekki einhvern veginn svona í bænum um helgina? pic.twitter.com/WcqAjwPP3O
— Atli Sigurjónsson (@Atlinator) June 25, 2021