fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 17:43

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið samtals 461 þúsund krónum af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla.

Var hún sökuð um að hafa í starfi sínu sem gjaldkeri félagsins dregið sér þetta fé í samtals 20 millifærslum. Hæstu millifærslurnar námu 30 þúsund krónum og þær lægstu 5 þúsund kalli.

Konan játaði brot sín skýlaust og hefur endurgreitt allt féð. Í ljósi þess, sem og þess að ákæra var gefin út tveimur árum eftir afbrotið án þess að konan bæri nokkra sök á þeirri töf, ákvað héraðsdómur að gera konunni enga refsingu, með þeim hætti að ákvörðun refsingar er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dómsins. Það þýðir að ef konan brýtur ekki að sér næstu tvö árin verður henni ekki gerð nein refsing í þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar