fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. júní 2021 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri árgangar voru boðaðir í bólusetningu í dag vegna lélegrar þátttöku þeirra árganga sem höfðu verið boðaðir en aðeins er talið að mæting hafi verið um 50 prósent. Þrátt fyrir fregnir af lélegri mætingu er þó gífurlegur fjöldi landsmanna búinn að gera sér leið niður í Laugardalshöll í dag sem sést best af verulega langri röð sem þar hefur myndast.

Blaðamenn DV voru á svæðinu fyrir skömmu og sögðu röðina ná að Glæsibæ. Slíkt hefur áður komið fyrir, en þegar tónlistarmaðurinn geðþekki Ed Sheeran hélt tónleika hér á landi í ágúst 2019 náði röðin einnig að Glæsibænum og sló þar með metið sem hafði verið sett árið áður þegar rokkararnir í Guns’n’Roses trylltu hér lýðinn. Þær raðir gengu þó töluvert hægar en bólusetningaröðin og því má segja að bóluefnið sé nú formlega orðið vinsælla en Ed Sheeran, þó að mörgum gæti þótt sá samanburður ótækur með öllu.

Engu að síður má aldrei tapa gleðinni og alltaf má reyna að sjá skemmtilegar hliðstæður í daglega lífinu. Svo til ykkar sem eruð að lesa þessa frétt úr röðinni þá óskar DV ykkur skemmtilegrar biðar.

Íslendingum finnst fátt skemmtilegra en að raða sér í raðir. Það er eitthvað við við í röðun sem virkilega þjappar okkur saman sem þjóð og tengir okkur styrkari böndum, sem er ekkert nema fallegt. Sumar raðir hreyfast ekkert tímunum saman og gera þá margir sér glaðan dag, mæta með tjöld, tjaldstóla og gamla góða kassagítarinn til að drepa tímann.

Íslendingar hafa raðað sér upp fyrir alls konar hluti í gegnum tíðina. Fyrir nýjar hillur sem komu í takmörkuðu upplagi til Söstrene Grene, til að vera með þeim fyrstu til að fá ameríska kleinuhringi í miðbænum, til að tryggja sér rándýra strigaskó, og til að komast á tónleika. Ógleymanleg var röðin fyrir utan Lindex þegar þar opnaði þar sem æstir Íslendingar fjölmenntu, nánast krömdu starfsmenn undir fótum sínum og keyptu þar allar spjarir nema einhverjar þrjár sem þóttu púkó.

39,7 prósent landsmanna eru nú fullbólusettir og 28,7 prósent hálfbólusettir, sem er augljóslega töluvert hærra hlutfall landsmanna en mættu á Ed Sheeran, svo þeirri samlíkingu sé haldið áfram.

Þetta er því alveg að verða búið eins og sjá má á síðum prentaðra fjölmiðla þar sem ferðaskrifstofur auglýsa eins og enginn sé morgundagurinn, eða öllu heldur eins og næsta bylgja gæti hafist á morgun.

Þarna má sjá röðinni bregða fyrir tvisvar ef vel er að gáð
Bóluefnaröðin
Ed Sheeran röðin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Í gær

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“