fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Pétur Ben ósáttur – „Er það svona sem við segjum takk?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 19:50

Pétur Ben. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigurrósar voru nýlega sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í nokkuð umfangsmiklu skattsvikamáli. Málið hafði legið eins og mara á tónlistarmönnunum sem töldu sig ekkert hafa til sakar unnið. Sýknudómurinn var því mikill léttir fyrir þá, fjölskyldur þeirra og vini.

En því miður fyrir Sigurrós er málinu ekki lokið. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja því til Landsréttar sem gæti snúið dómnum við.

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben er ákaflega ósáttur við þessa meðferð á vinum hans í hljómsveitinni Sigurrós. Hann bendir á hvað Sigurrós og heimsfrægð hennar hefur haft jákvæð áhrif á ímynd landsins og spyr hvort þetta sé þakklætið.

Þetta kemur fram í opinni Facebook-færslu hjá Pétri þar sem hann segir:

„TAKK!

Nú hefur ákæruvaldið ákveðið að áfrýja sýknudóm Sigur Rósar til Hæstaréttar. Sem er alveg snarrugluð ákvörðun. Dómarinn sagði það beinlínis við saksóknara að illa væri farið með almannafé að halda þessu máli gangandi af því að það er búið að gera upp allar skuldir, sektir og málskostnað. Það að halda þessum mönnum og fjölskyldunum þeirra í heljargreipum er bara ofbeldi. Það er eins og þetta sé persónulegt mál fyrir einhvern í ákæruvaldinu. Fyrir hvern eruð þið að vinna?

Réttarkerfið okkar getur ekki verið stætt af því að eyða fjármunum þjóðarinnar í þessa vitleysu.

Ekkert fyrirtæki hefur haft meiri áhrif á jákvæða ímynd Íslands og íslensku náttúrunnar enSigurrós sem hefur skilað gríðarlegum tekjum inn í hagkerfið á undanförnum árum.

Er það svona sem við segjum TAKK?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“